Dr. Peter Westaway, yfirhagfræðingur Vanguard í Evrópu var gestur VÍB á fundi um fjárfestingar án hafta sem fram fór í Hörpu í morgun.
Á fundinum var meðal annars rætt um efnahagsástandið á helstu mörkuðum, áhrif Kína á heimshagkerfið, lágt vaxtastig og hvað fjárfestar þurfa helst að hafa í huga þegar losað verður um gjaldeyrishöft.
Að loknu erindi Peters ræddi Kjartan Smári Höskuldsson, forstöðumaður ráðgjafar og þjónustu, um íslenska sparifjáreigendur og hvernig þeir ættu að bera sig að við erlendar fjárfestingar.
Í myndbandinu fyrir ofan er hægt að sjá fundinn í heild sinni.