Fjármálastjórar fyrirtækja í Bandaríkjunum eru sagðir vera í fullum undirbúningi fyrir yfirvofandi vaxtalækkun seðlabankans um sexleytið í dag.
Samkvæmt The Wall Street Journal hafa fjölmörg fyrirtæki notið góðs af háum innlánsvöxtum síðustu ár en vaxtahækkunarferli seðlabankans hófst fyrir rúmum tveimur árum.
Að sögn WSJ munu fjármálastjórar ekki láta eftir þennan tekjulið svona auðveldlega og má búast við því að stærri fyrirtæki muni krefjast þess að viðskiptabankar þeirra haldi innlánsvöxtum óbreyttum í einhvern tíma.
Fjármálastjórar fyrirtækja í Bandaríkjunum eru sagðir vera í fullum undirbúningi fyrir yfirvofandi vaxtalækkun seðlabankans um sexleytið í dag.
Samkvæmt The Wall Street Journal hafa fjölmörg fyrirtæki notið góðs af háum innlánsvöxtum síðustu ár en vaxtahækkunarferli seðlabankans hófst fyrir rúmum tveimur árum.
Að sögn WSJ munu fjármálastjórar ekki láta eftir þennan tekjulið svona auðveldlega og má búast við því að stærri fyrirtæki muni krefjast þess að viðskiptabankar þeirra haldi innlánsvöxtum óbreyttum í einhvern tíma.
Samkvæmt bandaríska viðskiptatímaritinu er einnig búist við miklu innflæði í peningamarkaðssjóði en þeir endurverðleggjast mun hægar en aðrar skammtímafjárfestingar.
Eigið fé fyrirtækja vestanhafs var fremur hátt eftir faraldurinn vegna tiltölulegrar efnahagslegrar óvissu en þau sem drógu úr fjárfestingum og héldu í handbært fé hafa hagnast duglega á því í hávaxtarumhverfi síðustu ára.
Skammtímafjárfestingar og handbært fé jókst um 4% meðal fyrirtækja í S&P 500 á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra og nam 8 billjónum (e. trillion) dala við lok tímabilsins.
Vaxta- og fjárfestingatekjur námu 19,4 milljörðum dala á fjórðungnum sem er um fjórfalt meira en á sama tímabili í fyrra samkvæmt S&P Global Market Intelligence.
Meðaltalsávöxtum á peningamarkaðssjóðum í Bandaríkjunum stóð í 5,06% á mánudaginn. Ávöxtunarkrafan á þriggja mánaða ríkisskuldabréfum var 4,854% og stóðu tveggja ára bréfin í 3,601%.