John R. Tyson, fjármálastjóri Tyson Foods, hefur verið settur í leyfi af matvælafyrirtækinu eftir að hafa verið handtekinn í síðasta mánuði fyrir ölvunarakstur. Tyson var handtekinn 13. júní á skólalóð Arkansas-háskólans.

John R. Tyson, fjármálastjóri Tyson Foods, hefur verið settur í leyfi af matvælafyrirtækinu eftir að hafa verið handtekinn í síðasta mánuði fyrir ölvunarakstur. Tyson var handtekinn 13. júní á skólalóð Arkansas-háskólans.

Tyson, sem er 34 ára gamall, hefur starfað sem fjármálastjóri fyrirtækisins síðan í október 2022. Hann er einnig sonur stjórnarformanns fyrirtækisins og var langafi hans þá líka stofnandi.

Þetta er í annað sinn sem Tyson er handtekinn á einu og hálfu ári en hann mun einnig hafa ráfað inn í hús á háskólasvæði og fannst svo daginn eftir sofandi í rúmi. Hann neitaði upphaflega sök í því máli en féllst síðar á að greiða 440 dala sekt.

Tyson Foods er stærsta kjötvinnslufyrirtæki Bandaríkjanna miðað við sölu og þegar hann var fyrst ráðinn var hann yngsti fjármálastjóri Fortune 500 fyrirtækis.