Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í dag um 0,75 prósentu vaxtahækkun og verða stýrivexti bankans nú á bilinu 3,75%-4,0%. Var þetta fjórða 75 punkta vaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við væntingar markaðarins.

Bankinn gaf til kynna að þó von sé á frekari hækkunum þá verði þær líklega teknar í minni skrefum.

Ársverðbólga í Bandaríkjunum mældist 8,2% í september, samanborið við 8,3% í ágúst, en hún fór hæst í 9,1% í júní. Kjarnaverðbólga jókst þó í síðustu mælingu og var 6,6% í september.