Kaffihúsi Kaffitárs á Höfðatorgi var lokað um mánaðarmótin eftir 17 ára rekstur. Eftir standa tvö kaffihús á vegum Kaffitárs, annað í Kringlunni og hitt í Háskólanum í Reykjavík, en fyrir faraldurinn voru þau sjö talsins.
Kaffihúsinu í Þjóðminjasafninu var lokað í byrjun árs 2021 og frá byrjun árs 2023 hefur fjórum kaffihúsum til viðbótar, að Höfðatorgi meðtöldu, verið lokað. Kaffitár á Nýbýlavegi lokaði í janúar 2023, Kaffitár í Bankastræti lokaði í júní 2023 og Kaffitár á Stórhöfða lokaði í febrúar 2024.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði