Samkvæmt nýjustu könnun Prósents hefur 28% þjóðarinnar pantað vörur frá kínversku netverslunarsíðunni Temu .
Rúmlega 2.500 manns 18 ára og eldri voru spurðir og var svarhlutfallið 50%. Könnuin var framkvæmd dagana 1. til 12. nóvember
Af þeim sem svöruðu játandi sögðust 2% hafa pantað tíu sinnum eða oftar og 2% höfðu pantað sex til níu sinnum. Þá höfðu 9% pantað tvisvar til fimm sinnum og 15% einu sinni.
Mikill meirihluti, eða 72% svarenda, hefur ekki pantað vörur af Temu en 13% þeirra segjast þó hafa áhuga á því að gera það í framtíðinni. Rúmlega 60% hafa hins vegar engan áhuga á að panta þaðan.
Konur eru þá líklegri til að versla vörur á Temu, eða 31% á móti 25% körlum og var stærsti viðskiptavinahópur fólk á aldrinum 45-54 ára, eða um 36%.