Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, hefur opnað fyrir tilnefningar fyrir hina árlegu Viðurkenningarhátíð þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Hægt er að tilnefna konur til og með 24. nóvember hér.
Dómnefnd skipuð sjö einstaklingum fer yfir allar tilnefningar og verða úrslit kynnt á FKA Viðurkenningarhátíðinni þann 26. janúar 2023 á Grand Hótel Reykjavík.
Að vanda verða veittar viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.
„Mikilvægt er fyrir komandi kynslóðir að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir til að máta sig við og konur sem hafa verið heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA gegnum tíðina hafa verið sérstök hvatning og fyrirmyndir,“ segir í tilkynningu FKA.
„Um er að ræða fjölbreyttan hóp kvenna sem hafa verið tilnefndar og heiðraðar og þá má segja að það sem sameinar þær allar er að einhver þarna úti varði sinni dýrmætustu auðlind, tímanum sínum í að senda inn tilnefningar. Við hvetjum ykkur öll að tilnefna þannig að ólíkar konur af landinu öllu komist á blað og muna að þær eiga allar erindi.“
![Á FKA Viðurkenningarhátiðinni 2021 hlaut Fida Abu Libdeh hvatningarviðurkenningu, Bryndís Brynjólfsdóttir þakkarviðurkenningu og María Fjóla Harðardóttir fékk Viðurkenninguna.](http://vb.overcastcdn.com/images/109732.width-800.jpg)
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hér að neðan má sjá lista yfir viðurkenningarhafa aftur til ársins 1999.
//
FKA Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd. Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:
Hafrún Friðriksdóttir
María Fjóla Harðardóttir
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir
Margrét Kristmannsdóttir
Erna Gísladóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir
Birna Einarsdóttir
Guðbjörg Matthíasdóttir
Liv Bergþórsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Rannveig Grétarsdóttir
Aðalheiður Birgisdóttir
Vilborg Einarsdóttir
Rannveig Rist
Steinunn Sigurðardóttir
Halla Tómasdóttir
Ásdís Halla Bragadóttir
Katrín Pétursdóttir
Aðalheiður Héðinsdóttir
Svava Johansen
Elsa Haraldsdóttir
Þóra Guðmundsdóttir
Hillary Rodham Clinton
Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar. Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:
Edda Sif Pind Aradóttir
Fida Abu Libdeh
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Helga Valfells
Dr. Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir
Kolbrún Hrafnkelsdóttir
María Rúnarsdóttir
Rakel Sölvadóttir
Helga Árnadóttir, Signý, Tulipop
Árný Elíasdóttir, Inga Björg, Ingunn B. Vilhjálms(Attendus)
Margrét Pála Ólafsdóttir
Marín Magnúsdóttir
Agnes Sigurðardóttir
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
Guðbjörg Glóða Logadóttir
Jón G. Hauksson
Edda Jónsdóttir
Freydís Jónsdóttir
Guðrún Hálfdánsdóttir
Íris Gunnarsdóttir/Soffía Steingríms
Lára Vilberg
Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu. Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:
Katrín S. Óladóttir
Bryndís Brynjólfsdóttir
Anna Stefánsdóttir
Sigríður Ásdís Snævarr
Hildur Petersen
Hafdís Árnadóttir
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Guðný Guðjónsdóttir
Guðrún Edda Eggertsdóttir
Guðrún Lárusdóttir
Erla Wigelund
Dóra Guðbjört Jónsdóttir
Bára Magnúsdóttir
Guðrún Birna Gísladóttir
Guðrún Agnarsdóttir
Guðrún Erlendsdóttir
Rakel Olsen
Guðrún Steingrímsdóttir
Vigdís Finnbogadóttir
Jórunn Brynjólfsdóttir
Unnur Arngrímsdóttir
Bára Sigurjónsdóttir