Í ársreikningum Íslandspósts ohf. og Isavia ohf. fyrir árið 2023, sem birtir voru á dögunum er ekki að finna áritun óháðs endurskoðanda heldur aðeins áritun ríkisendurskoðanda. Um er að ræða breytingu frá fyrra ári þegar ársreikningar ríkisfyrirtækjanna voru áritaðir bæði af óháðum endurskoðanda og ríkisendurskoðanda.

Stjórn og framkvæmdastjóri Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) vekja athygli á þessi í bréfi til félagsmanna sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

„Stjórn FLE telur að það fáist ekki staðist að ríkisendurskoðandi áriti ársreikning 2023 með þeim hætti sem hann gerir enda er hann ekki löggiltur endurskoðandi.“

Vísað er til þess að Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, er ekki löggildur endurskoðandi. Stjórn FLE hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að hún telji mikilvægt að ríkisendurskoðandi hafi réttindi til að geta staðfest og áritað ársreikninga með endurskoðunaráritun.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði