Kerfis­bilun hjá Micros­oft í morguns­árið hefur valdið tölu­verðri röskun á heims­vísu. Hingað til hafa United Air­lines, American Air­lines, KLM, Luft­hansa og SAS kyrr­sett flug­vélar sínar sökum þess.

Þá hafa allar flug­vélar í Zurich verið kyrr­settar og Baltic Hub, stærsta gáma­stöð Pól­lands í Gdansk, hefur stöðvað starf­semi.

Sky News í Bret­landi, sem féll niður í biluninni, er komið aftur í loftið líkt og ein af stöðvum breska ríkis­út­varpsins BBC sem fór einnig niður.

Kerfis­bilun hjá Micros­oft í morguns­árið hefur valdið tölu­verðri röskun á heims­vísu. Hingað til hafa United Air­lines, American Air­lines, KLM, Luft­hansa og SAS kyrr­sett flug­vélar sínar sökum þess.

Þá hafa allar flug­vélar í Zurich verið kyrr­settar og Baltic Hub, stærsta gáma­stöð Pól­lands í Gdansk, hefur stöðvað starf­semi.

Sky News í Bret­landi, sem féll niður í biluninni, er komið aftur í loftið líkt og ein af stöðvum breska ríkis­út­varpsins BBC sem fór einnig niður.

Spítalar í Bret­landi og Þýska­landi hafa þurft að fresta að­gerðum og er unnið með blaði og penna víða um heim um þessar mundir sam­kvæmt BBC.

Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af röskun á flugi hér­lendis en sam­kvæmt vef­síðu Isavia eru öll flug á á­ætlun.

Hægt er að lesa meira um kerfis­bilunina hér að neðan.