Samkvæmt WSJ hefur bandaríski bílaframleiðandinn Ford skráð fleiri innkallanir á fyrstu sex mánuðum þessa árs en nokkur annar bílaframleiðandi hefur einhvern tímann gert á heilu rekstrarári.
Ford gaf út hátt í 88 öryggisinnkallanir fram að lok júní en í öðru sæti var húsbílaframleiðandinn Forest River með 21 innköllun.
Bílaframleiðandinn tilkynnti í gær að hann myndi innkalla 850 þúsund pallbíla og jeppa til viðbótar vegna hugsanlegrar bilunar í eldsneytisdælu. Samkvæmt innkölluninni gæti eldsneytisdælan valdið vélarbilun í miðjum akstri.
Ford segist þó hafa unnið að því að bæta úr gæðamálum en fyrirtækið hefur meira en tvöfaldað öryggis- og tæknisérfræðingateymið sitt á undanförnum árum.
„Við teljum að þessi aðferð muni leiða til kerfisbundinna og varanlegra jákvæðra breytinga og muni hjálpa okkur að ná gæðum á heimsmælikvarða, auknu öryggi og ánægðum viðskiptavinum,“ segir Kumar Gahotra, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Ford.