Dave Calhoun, fráfarandi forstjóri Boeing, mun í dag mæta til Washington DC þar sem hann mun standa frammi fyrir spurningum frá undirnefnd bandarísku öldungadeildarinnar. Yfirheyrsla hans tengist rannsókn bandarískra flugmálayfirvalda á framleiðsluferli Boeing.
Forstjórinn mun þurfa að svara fyrir atvikið þar sem hluti af skrokk flugvélar Alaska Airlines losnaði í miðju flugi þann 5. janúar sl. ásamt ásökunum um hefndaraðgerðir gegn starfsmönnum sem hafa gagnrýnt framleiðsluferli fyrirtækisins.
„Vinnumenning okkar er langt frá því að vera fullkomin, en við erum að grípa til aðgerða og bæta úr henni,“ segir í tilbúnum ummælum frá forstjóranum sem sagði í mars að hann myndi segja af sér fyrir árslok.
Öldungadeildin dreifði í gær minnisblaði frá starfsmanni Boeing, Sam Mohawk, sem segir að fyrirtækið hafi notað gallaða íhluta í flugvélar. Honum var þá sagt af yfirmönnum sínum að hann ætti að hylja yfir sönnunargögn um íhlutana frá flugmálayfirvöldum.
Þetta verður jafnframt í fyrsta sinn sem Dave Calhoun verður yfirheyrður opinberlega síðan atvikið með Alaska Airlines átti sér stað en hann tók við forstjórastöðu Boeing eftir banaslysin 2018 og 2019.