Bandarísku öldungadeildarþingmennirnir Elizabeth Warren og Jim Banks hafa formlega varað Jensen Huang, forstjóra Nvidia, við að funda með kínverskum fyrirtækjum sem hafa tengsl við hernaðar- eða leyniþjónustustarfsemi.

Þingmennirnir vöruðu Jensen við í bréfi sem sent var fyrir helgi en í því lýstu þeir áhyggjum af því að slík samskipti gætu grafið undan þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Nvidia mun setja á markað sérstakan gervigreindarörgjafa, Blackwell RTX Pro6000, í september en örgjafinn er sérsniðinn fyrir kínverska viðskiptavini og er einnig hannaður til að uppfylla öll skilyrði fyrir bandarískan útflutning til Kína.

Búist er við því að Jensen Huang muni greina frá vörunni í ferð sinni til Peking en hann verður meðal annars viðstaddur alþjóðlega ráðstefnu meðan á heimsókninni stendur. Þar gæti hann fundað með leiðtogum eins og forsætisráðherranum Li Qiang og varaforsætisráðherranum He Lifeng.