Hein Schumacher, forstjóri Unilever, hefur ákveðið að stíga til hliðar en neytendarisinn vinnur nú að töluverðum breytingum innan fyrirtækisins. Að sögn WSJ mun Fernando Fernandez, fjármálastjóri Unilever, taka við stöðunni.
Ákvörðun hans kemur minna en tveimur árum eftir að Hein tók við stöðunni og mun hann formlega stíga til hliðar í lok maí.
Gengi Unilever lækkaði um 2% í morgun í kjölfar tilkynningarinnar en félagið hefur glímt við erfiða stöðu undanfarið. Fyrir tveimur vikum tilkynnti forstjórinn að skera þyrfti niður 7.500 störf og hátt í 800 milljónir evra.
Unilever er þekkt fyrir vörumerki eins og Dove-sápu, Hellmann‘s-majónes og rjómaísinn Ben & Jerry‘s. Fyrirtækið áformar hins vegar að skipta ísrekstri sínum í tvær einingar og skrá það í Amsterdam, London og New York.