Linda Yaccarino, forstjóri samfélagsmiðilsins X, tilkynnti rétt í þessu að hún myndi stíga til hliðar. Ákvörðun hennar hefur komið mörgum á óvart en hún tók við stöðunni árið 2023 til að hjálpa Elon Musk, eiganda X, við að umbreyta miðlinum.
Reuters greinir frá þessu en samfélagsmiðillinn X hefur ekki svarað beiðnum fjölmiðla um málið.
Áður en Linda varð forstjóri hjá X varði hún nokkrum árum í að nútímavæða auglýsingastarfsemi NBCUniversal hjá Comcast.