Fossar fjárfestingabanki er um fimm milljarða króna virði miðað við það virði sem gengið er út frá í samruna VÍS og Fossa. Tilkynnt var um samrunaviðræðurnar í nótt þar sem miðað var við að hluthafar Fossa eignuðust 13,3% hlut í VÍS með útgáfu um 260 milljóna hluta. Gengi bréfa VÍS stendur nú í 19,25 krónum á hlut og lækkaði um 0,5% í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var um samrunaviðræðurnar.

Fossar voru stofnaðir árið 2015 af Haraldi I. Þórðarsyni, forstjóra Fossa, Steingrími Arnari Finnssyni, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Fossa, ásamt hjónunum Sigurbirni Þorkelssyni og Aðalheiði Magnúsdóttur. Þau fjögur er enn langstærstu hluthafar félagsins en þar að auki eiga aðrir starfsmenn um 12% hlut. 

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði