Karen Ósk Gylfadóttir, nýr framkvæmdastjóri Lyfju, fékk úthlutaða kauprétti fyrir 270 þúsund hluti í Festi í gær á genginu 230,75 krónur.
Samkvæmt kauphallartilkynningu eru kaupréttirnir í samræmi við úthlutun kauprétta til stjórnenda og lykilstarfsmanna Festi.
Á stjórnarfundi Festi á miðvikudaginn var tekin ákvörðun um að veita tilteknum stjórnendum samstæðunnar kauprétti að samtals 990.000 hlutum í félaginu, þar á meðal Kareni Ósk.
Í apríl síðastliðnum veitti félagið öðrum lykilstjórnendum félagsins, þar á meðal Ástu Fjelsted forstjóra, kauprétti í samræmi við kaupréttaráætlun sem samþykkt var á aðalfundi Festi í vor.
Karen Ósk tók við af Hildi Þórisdóttir sem framkvæmdastjóri Lyfju um 11. október og er gengið í viðskiptunum í samræmi við meðtaltalsgengi Festi 10. og 11. otkóber.
Karen tók um leið sæti í framkvæmdastjórn Festi en hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri vöru- og markaðssviðs og stafrænnar þróunar fyrirtækisins.