Leitar­sjóðurinn Seek ehf., sem er í eigu Hlöð­vers Þórs Árna­sonar og Leitar I slhf., hefur keypt tvö fé­lög í upp­lýsinga­tækni: Andes ehf. og Prógramm ehf.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu en um er að ræða fyrstu kaup leitar­sjóðs á Ís­landi.

Selj­endur eru stofn­endur og lykil­starfs­menn og mun meiri­hluti þeirra starfa á­fram með nýjum eig­endum og Hlöð­veri Þór sem hefur tekið við fram­kvæmda­stjórn fé­laganna.

„Andes og Prógramm hafa verið í lykil­hlut­verki þegar kemur að staf­rænni um­breytingu við­skipta­vina og hyggst leitar­sjóðurinn Seek sam­eina krafta fé­laganna tveggja með það að mark­miði að há­marka verð­mæta­sköpun, efla vöxt og bjóða upp á nú­tíma upp­lýsinga­tækni­þjónustu á breiðari grunni,“ segir í til­kynningu.

„Andes ehf. var stofnað 2019 og sér­hæfir sig í skýja­þjónustu og er viður­kenndur sam­starfs­aðili AWS (Amazon Web Services Advanced Partner - Public and Private sector). Starfs­menn Andes eru 17 í dag og þeir að­stoða fyrir­tæki og stofnanir við að setja upp upp­lýsinga­tækni­rekstur í skýinu á­samt því að leggja sér­staka á­herslu á sjálf­virkni­væðingu á hug­búnaðar­þróunar­ferlum og út­gáfum,“ segir þar enn fremur.

Prógramm var stofnað 2007 og er hug­búnaðar­hús sem sér­hæfir sig í þróun á flóknum hug­búnaði fyrir stofnanir og fyrir­tæki. Hjá Prógramm starfa um 35 manns og hefur fyrir­tækið unnið mikið fyrir opin­ber fyrir­tæki og stofnanir.

Leitar I er fram­taks­sjóður í stýringu Leitar Capi­tal Partners ehf. sem er rekstrar­aðili sér­hæfðra sjóða. Starf­semi Leitar Capi­tal Partners, sem að­greinir sig frá öðrum fram­taks­sjóðum sem sér­hæfður leitar­sjóða­fjár­festir, hófst form­lega í upp­hafi þessa árs

Leitar Capi­tal Partners leggur á­herslu á að fjár­festa í ungu fólki og að­stoða það við að finna fyrir­tæki til að kaupa og reka. Við kaupin tekur leitarinn við sem fram­kvæmda­stjóri og stýrir fyrir­tækinu í gegnum vöxt og um­breytingu þangað til fyrir­tækið er selt aftur.

Fé­lagið gekk frá 1,5 milljarða króna fjár­mögnun í fyrra en breiður hópur fjár­festa og rekstrar­aðila kemur að sjóðnum sem mun ein­beita sér að fjár­festingum í sér­stökum leitar­sjóðum (e. search funds).

Leitar­sjóður er heiti yfir fé­lag sem er stofnað utan um ungan frum­kvöðul, oft nefndur leitari, sem Leitar fjár­magnar til að finna fyrir­tæki til að kaupa. Við­komandi tekur við sem fram­kvæmda­stjóri við kaup og stýrir fyrir­tækinu í gegnum vöxt og um­breytingu þar til á­kvörðun er tekin að selja aftur. Einnig fær leitarinn hlut í fyrir­tækinu í upp­hafi sem getur stækkað í hlut­falli við á­vöxtun fjár­festa.

Ekki venjan að leitar­sjóðir kaupi fleiri en eitt fyrir­tæki í einu

„Í grunninn snýst módelið um að tengja saman öfluga ein­stak­linga og reynslu­mikla fjár­festa í gegnum leit og kaup á góðu fyrir­tæki. Við hjá Leitar erum á­nægð að til­kynna kaup Hlöð­vers á tveimur spennandi og vaxandi upp­lýsinga­tækni­fyrir­tækjum. Það hefur verið einkar á­nægju­legt að fá að taka þátt í leitinni hans Hlöð­vers og sjá að leitar­sjóða­módelið virkar á smærri mörkuðum eins og Ís­landi. Það er ekki venjan að leitar­sjóðir kaupi fleiri en eitt fyrir­tæki í einu þó að það sé sterk hefð í módelinu að fylgja upp­haf­legum kaupum eftir með frekari fjár­festingum síðar. Í þessu til­felli var tíma­punkturinn hins vegar réttur. Við kaup Hlöð­vers á Andes og Prógramm lauk leit hans og tekur hann við stjórnun og rekstri þeirra þar sem hann mun vinna með nýrri stjórn að þeim verk­efnum og fram­tíðar­sýn sem mörkuð voru í að­draganda kaupanna,” segir Einar Stein­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Leitar Capi­tal Partners.

„Andes og Prógramm vöktu strax á­huga minn þegar leitin hófst, hvort fyrir sína sér­stöðu. En þegar ég áttaði mig á tæki­færunum sem felast í því að sam­eina krafta þeirra, þá var ekki aftur snúið. Bæði fé­lög hafa verið vel rekin og í góðum vexti en mann­auðurinn er ein­stakur. Ég er spenntur fyrir næsta kafla og á­herslan fram undan er að styðja við frekari vöxt í mann­auði og verk­efnum,” segir Hlöð­ver Þór Árna­son, eig­andi leitar­sjóðsins Seek.

„Frá stofnun höfum við í Andes sem vottaður sam­starfs­aðili AWS verið leiðandi fyrir­tæki í skýja­væðingu fyrir­tækja og stofnana. Á þeim tíma höfum við stutt við nú­tíma­væðingu upp­lýsinga­tækni­inn­viða yfir 40 við­skipta­vina, og ljóst að skýja­veg­ferðin er rétt að byrja. Með sam­starfi Andes og Prógramm verður til kröftugt fé­lag um staf­ræna ný­sköpun og nú­tíma­upp­lýsinga­tækni. Við hlökkum til að hefja nýjan kafla í enn öflugra fé­lagi,” segir Ari Viðar Jóhannes­son, fram­kvæmda­stjóri og einn stofn­enda Andes.

Nú tekur við nýr kafli hjá nýjum eig­endum og við efumst ekki um að Prógramm muni á­fram marka spor í sögu hug­búnaðar­gerðar á Ís­landi,”

„Prógramm var stofnað árið 2007 og frá þeim tíma hefur fyrir­tækið verið rekið af stofn­endum þess. Fyrir­tækið hefur vaxið og dafnað og er í dag með 35 starfs­menn og fjölda við­skipta­vina. Nú tekur við nýr kafli hjá nýjum eig­endum og við efumst ekki um að Prógramm muni á­fram marka spor í sögu hug­búnaðar­gerðar á Ís­landi,” segir Kristján Þór Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Prógramm.