Félag kvenna í atvinnulífinu heiðrar konur á árlegri Viðurkenningarhátíð.

Hægt verður að tilnefna konur til og með 21. nóvember nk. á árlegri Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu. Veittar verða viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

„FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi, atvinnulífinu og hægt er að tilnefna konur í einum flokki eða öllum til og með 21. nóvember nk. Konurnar sem tilnefndar eru þurfa ekki að vera félagskonur FKA heldur hvaðan sem er úr samfélaginu,“ segir í tilkynningu.

Dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.

Dómnefndin í ár:

Ásgeir Ingi Valtýsson, markaðsséní og einn stofnanda Popp Up.

Edythe Mangindin, ljósmóðir og doktorsnemi, Fæðingarheimili Reykjavíkur.

Hildur Petersen, athafnakona sem sat í fyrstu stjórn FKA og er Þakkarviðurkenningarhafi FKA 2018.

Jón Björnsson, forstjóri Veritas og stjórnarmaður Boozt og Dropp.

Kristján Kristjánsson, fjölmiðlamaður og ráðgjafi, stýrir m.a. Sprengisandi á Bylgjunni.

Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá VEX framtakssjóði og meðstofnandi Fortuna Invest.