Á bænum Friðheimum við þorpið Reykholt í Bláskógabyggð rækta íbúarnir tómata, ásamt því að reka veitingastað og hrossarækt.

Á dögunum fékk Knútur Rafn Ármann á Friðheimum afhent svokallað Grænt ljós Orkusölunnar sem er vottun fyrirtæksins á að öll raforka sem notuð er á bænum sé 100% endurnýjanleg samkvæmt alþjóðlegum staðli að því er segir í fréttatilkynningu frá Orkusölunni.

„Til þess að geta fengið ljósið þurfa fyrirtæki að vera í viðskiptum hjá okkur og hefur þessu framtaki verið vel tekið frá því að við fórum af stað með það," er haft eftir Friðrik Valdimar Árnasyni, orkuráðgjafa hjá Orkusölunni, sem hafhenti vottunina, í tilkynningunni.

„Friðheimar er spennandi og vel rekið fyrirtæki og það er okkur heiður að fá að afhenda þeim Græna ljósið."