Það er mögnuð tilfinning að setjast upp í splunkunýjan Volvo FH dráttarbíl. Ökumannshúsið er bjart og mjög nýtískulegt, efnisval svipað og í Volvo lúxubíl, sætið þægilegt og hægt að stilla á óteljandi vegu og það er með loftfjöðrun og loftkælingu. Stór gluggi er á þakinu sem gerir rýmið sérstaklega bjart en þessi gluggi er líka neyðarútgangur.
Volvo lagði í sérstaka vinnu við að auka útsýni úr bílnum en það er liður í að auka öryggi og minnka „dauðasvæði“ í kringum bílinn. Ökumannshúsið er búið öllu sem er nauð- synlegt í bílum sem notaðir eru til langferða. Þar er t.a.m. að finna sjónvarp, örbylgjuofn og margmiðlunarkerfi. Þessi gerð bílsins er með einni koju og auk þess eru í honum skápar sem nýtast vel á löngum ferðum en það er ekki óalgengt að bílstjórinn búi í bílnum í heila viku.
Viðskiptablaðið reynsluók bílnum, en ítarlega umfjöllun um bílinn er að finna í Atvinnubílablaðinu sem fylgdi Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .