Elon Musk hefur gengið frá 44 milljarða dala kaupum, eða sem nemur 6.340 milljörðum króna, á samfélagsmiðlinum Twitter. Það tók ekki langan tíma fyrir Musk að láta til sín kveða en samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur hann þegar rekið æðstu stjórnendur tæknifyrirtækisins.

Musk er sagður hafa rekið forstjórann Parag Agrawal og fjármálastjórann Ned Segal. Einnig hafa Vijaya Gadde, lögfræðingur og forstöðumaður stefnumótunar, og Sean Edgett yfirlögfræðingur verið látinn fara.

Nokkrum klukkutímum eftir uppsagnirnar tísti Musk „fuglinn hefur verið frelsaður“ og virðist þar vísa til Twitter, sem er með bláan fugl í vörumerki sínu.

Elon Musk hefur gengið frá 44 milljarða dala kaupum, eða sem nemur 6.340 milljörðum króna, á samfélagsmiðlinum Twitter. Það tók ekki langan tíma fyrir Musk að láta til sín kveða en samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur hann þegar rekið æðstu stjórnendur tæknifyrirtækisins.

Musk er sagður hafa rekið forstjórann Parag Agrawal og fjármálastjórann Ned Segal. Einnig hafa Vijaya Gadde, lögfræðingur og forstöðumaður stefnumótunar, og Sean Edgett yfirlögfræðingur verið látinn fara.

Nokkrum klukkutímum eftir uppsagnirnar tísti Musk „fuglinn hefur verið frelsaður“ og virðist þar vísa til Twitter, sem er með bláan fugl í vörumerki sínu.

Musk náði samkomulagi um að kaupa Twitter fyrir 44 milljarða dala í apríl síðastliðnum en reyndi síðar að falla frá kaupunum og bar fyrir sig að samfélagsmiðillinn hefði ekki gefið upp nægjanleg gögn um fjölda gervireikninga.

Stjórn Twitter höfðaði í kjölfarið mál við Musk og fór fram á að hann myndi standa við kaupsamninginn. Til stóð að réttarhöld myndu hefjast 17. október. Í byrjun mánaðarins bauðst Musk hins vegar aftur til að kaupa Twitter á þeim kjörum sem upphaflega var samið um og fékk því aukinn frest til að ganga frá viðskiptunum. Hann hefur nú gengið frá kaupunum og verður Twitter nú óskráð fyrirtæki á ný.