Icelandair hefur hafið flug til Tel Aviv og var flugvél félagsins fagnað með heiðursboga við komu til Ísrael í gær.
Í tilkynningu frá Icelandair segir að flugleiðin mun koma til með að mæta bæði eftirspurn meðal ferðalanga frá botni Miðjarðarhafs til Íslands og eins mikilli eftirspurn eftir flugi á milli Tel Aviv og Norður-Ameríku.
„Tel Aviv passar vel inn í leiðakerfi okkar. Ferðamenn frá svæðinu hafa á undanförnum árum sýnt mikinn áhuga á því að sækja Ísland heim og þetta beina flug mun skapa sóknarfæri fyrir íslenska ferðaþjónustu. Jafnframt er umtalsverð eftirspurn eftir flugi milli Tel Aviv og Norður-Ameríku og hefur þessari nýju tengingu verið tekið fagnandi.“
Flogið verður þrisvar í viku frá Keflavíkurflugvelli, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum til 29. október en áætlaður flugtími frá Íslandi er um sjö klukkustundir.