Leiðangursskipið Maud frá norska skipafélaginu Hurtigruten varð í dag fyrsta skemmtiferðaskipið til að landtengjast rafmagni í gömlu höfninni í Reykjavík.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vígði í tilefni þess nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð.

„Þessi áfangi í röð landtengingarverkefna Faxaflóahafna er sérlega ánægjulegur. Í fyrsta skipti tengjum við skemmtiferðaskip við landrafmagn í okkar höfnum og kemur sá áfangi í framhaldi af landtengingu stærstu flutningaskipanna á síðasta ári. Þó að hér sé aðeins um minnstu gerð skemmtiferðaskipa að ræða þá er þetta vísbending um það sem koma skal með allar stærðir skipa í framtíðinni,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Leiðangursskipið Maud frá norska skipafélaginu Hurtigruten varð í dag fyrsta skemmtiferðaskipið til að landtengjast rafmagni í gömlu höfninni í Reykjavík.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vígði í tilefni þess nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð.

„Þessi áfangi í röð landtengingarverkefna Faxaflóahafna er sérlega ánægjulegur. Í fyrsta skipti tengjum við skemmtiferðaskip við landrafmagn í okkar höfnum og kemur sá áfangi í framhaldi af landtengingu stærstu flutningaskipanna á síðasta ári. Þó að hér sé aðeins um minnstu gerð skemmtiferðaskipa að ræða þá er þetta vísbending um það sem koma skal með allar stærðir skipa í framtíðinni,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Landtengingarbúnaðurinn getur afhent rafmagn til skipa með 440V eða 690V spennu og á tíðninni 50 eða 60Hz. Fram að þessu hefur einungis verið hægt að bjóða landtengingar með 400V spennu og á tíðninni 50HZ. Hámarksaflgeta tengingar er allt að 1,5MVA á 690V.

„Öflugar landtengingar skipa í höfnum Reykjavíkur er mikilvægur liður í því verkefni og vil ég nota tækifærið til að óska starfsfólki Faxaflóahafna og Veitna til hamingju með þennan áfanga. Borgin hefur vaxið utan um gömlu höfnina á liðnum áratugum og því er þessi landtenging sérlega ánægjuleg fyrir okkur öll,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kveðju til Faxaflóahafna.

Í tilkynningu segir að nú þegar séu fiskiskip landtengd þegar þau liggja við bryggju og landtenging stærstu gámaskipa Eimskips við Sundabakka en hún var tekin í notkun í lok árs 2022. Landtenging stærstu skemmtiferðaskipa á Skarfabakka í Sundahöfn er nú á þriggja ára áætlun.