Villuveiðigátt (e. bug bounty platforms) Defend Iceland hefur farið vel af stað en valin leiðandi íslensk fyrirtæki taka þátt í verkefninu. Markmiðið er að virkja heiðarlega hakkara til að þess að finna öryggisgalla og tilkynna þá til fyrirtækja fyrir verðlaunafé.
„Þetta er verkefni sem ég hef sjálfur, í mínum frítíma, verið að reyna koma á framfæri í fjögur ár núna,“ segir Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi Defend Iceland en Theódór hefur umfangsmikla reynslu í tæknilegu netöryggi í hartnær 25 ár.
Defend Iceland var stofnað í fyrra og hlaut verkefnið 2,6 milljóna evra styrk frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem eru tæpar 400 milljónir króna.
Að hans mati er þetta langbesta leiðin til að koma í veg fyrir að tölvuglæpamenn geti valdið tjóni en villuveiðigáttir eru þekkt leið til að virkja öryggissérfræðinga sem herma aðferðir hakkara við leit að öryggisveikleikum.
Meðal þeirra sem taka þátt eru íslensk fjármálafyrirtæki en hefur eitt þerra til að mynda greitt út um fimm milljónir á nokkrum mánuðum fyrir ábendingar og lagfæringar á öryggisgöllum. „Þeim fannst þetta vera smámunir í samræmi við tjónið sem hefði annars orðið,“ segir Theódór.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði