Sarah Marks, forstjóri RedStart Educate, var stödd á Íslandi fyrr í þessum mánuði á hádegisviðburði um kennslu í fjármálalæsi. Fundurinn var á vegum bókaútgáfunnar Framtíðarsýnar og var haldinn á skrifstofu Almenna lífeyrissjóðsins í Kópavogi.
Góðgerðarsamtökin RedStart Educate sérhæfa sig í fjármálalæsi en starfsemi þeirra nær til 60 grunnskóla í Bretlandi. Í kennslu notast þau meðal annars við þýdda útgáfu af íslensku bókinni Fyrstu skref í fjármálum eftir Gunnar Baldvinsson.
Sarah segir fjármálakennslu af þessu tagi vera mjög mikilvæga í Bretlandi þar sem stéttaskiptingin er mikil þar í landi og hefur bilið á milli ríkra og fátækra stækkað töluvert undanfarin ár.
„Ef við undirbúum ekki börnin fyrir framtíðina þá er engin furða að þau lendi í vandræðum. Þegar þau verða sautján ára eru þau til dæmis strax farin að taka fjárhagslegar ákvarðanir sem gætu verulega takmarkað framtíð þeirra.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.