Ráðgjafarfyrirtækið ClearGlass og sú aðferðafræði sem það byggir á gæti gjörbylt eignastýringarmarkaðnum og meðal annars sparað íslensku lífeyrissjóðunum stórfé.
Fyrir nokkrum árum komst rannsókn á vegum Fjármálaeftirlits Bretlands (e. FCA) að þeirri niðurstöðu að verðsamkeppni á eignastýringarmarkaði væri verulega ábótavant. Eftirlitið fyrirskipaði í kjölfarið umfangsmikla rannsóknarvinnu til að komast að því hvaða úrbóta væri þörf. Christopher Sier, stofnandi ClearGlass, hefur áratugareynslu af fjármálaheiminum og veitti meðal annars hluta af þeirri vinnu formennsku.
„Eignastýringarfyrirtæki gátu ekki keppt almennilega sín á milli vegna þess hve verðlagning þjónustunnar var ógagnsæ, og viðskiptavinir þeirra – stofnanafjárfestar á borð við lífeyrissjóði – áttu erfitt með að leggja mat á hvort þjónustan væri peninganna virði í samanburði við samkeppnisaðilana.“
Ógagnsæjar og ófullkomnar verðupplýsingar
Vandinn fólst í því að uppgefinn kostnaður var í litlu samræmi við raunverulegan kostnað þegar allt er meðtalið, auk þess sem söguleg ávöxtun að frádregnum kostnaði var mikið notuð. Chris segir þetta slæman mælikvarða sem hafi verið stór hluti vandans, en þó aðeins toppurinn á ísjakanum.
„Enginn sem vill láta taka sig alvarlega í þessum bransa miðar við sögulega ávöxtun, fyrir það fyrsta. Í öðru lagi kemur ekkert fram, ef þú auglýsir 11% ávöxtun í fyrra, um hversu stóran hluta af kökunni eignastýringin tók til sín. Hann gæti verið 1% eða 5%.“
„Til að bæta gráu ofan á svart voru svo fáir sem greiddu þá þóknun sem upp var gefin opinberlega. Flestir stærri viðskiptavinir fengu afslátt, svo fremi sem þeir segðu engum hvað þeir væru að borga í raun og veru. Þannig viðhélt kerfið sjálfu sér: flestir voru að borga of mikið, en enginn vissi af því af því að flestir töldu sig vera að borga minna en hinir, svo fremi sem þeir þegðu um það.“
Komu til landsins í síðustu viku
Lausnin sem Chris og samstarfsmenn hans í starfshópnum þróuðu og eftirlitið innleiddi er staðlaður mælikvarði fyrir bæði kostnað og frammistöðu, sitt í hvoru lagi. Kvarðinn, sem ber heitið CTI (Cost transparency initiative), byggir á aragrúa upplýsinga um starfsemi sjóðanna.
Þótt vinna starfshópsins hafi aðeins náð til bresks fjármálamarkaðar eru þar fjölmargir þátttakendur frá öðrum löndum, enda London ein helsta fjármálamiðstöð heimsins. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru þar á meðal og gætu því sparað talsverðar fjárhæðir að sögn Chris.
Hann og félagar hjá ClearGlass komu til landsins í síðustu viku og ræddu við forsvarsmenn nokkurra lífeyrissjóða auk Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Þórey Þórðardóttur framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .
Ráðgjafarfyrirtækið ClearGlass og sú aðferðafræði sem það byggir á gæti gjörbylt eignastýringarmarkaðnum og meðal annars sparað íslensku lífeyrissjóðunum stórfé.
Fyrir nokkrum árum komst rannsókn á vegum Fjármálaeftirlits Bretlands (e. FCA) að þeirri niðurstöðu að verðsamkeppni á eignastýringarmarkaði væri verulega ábótavant. Eftirlitið fyrirskipaði í kjölfarið umfangsmikla rannsóknarvinnu til að komast að því hvaða úrbóta væri þörf. Christopher Sier, stofnandi ClearGlass, hefur áratugareynslu af fjármálaheiminum og veitti meðal annars hluta af þeirri vinnu formennsku.
„Eignastýringarfyrirtæki gátu ekki keppt almennilega sín á milli vegna þess hve verðlagning þjónustunnar var ógagnsæ, og viðskiptavinir þeirra – stofnanafjárfestar á borð við lífeyrissjóði – áttu erfitt með að leggja mat á hvort þjónustan væri peninganna virði í samanburði við samkeppnisaðilana.“
Ógagnsæjar og ófullkomnar verðupplýsingar
Vandinn fólst í því að uppgefinn kostnaður var í litlu samræmi við raunverulegan kostnað þegar allt er meðtalið, auk þess sem söguleg ávöxtun að frádregnum kostnaði var mikið notuð. Chris segir þetta slæman mælikvarða sem hafi verið stór hluti vandans, en þó aðeins toppurinn á ísjakanum.
„Enginn sem vill láta taka sig alvarlega í þessum bransa miðar við sögulega ávöxtun, fyrir það fyrsta. Í öðru lagi kemur ekkert fram, ef þú auglýsir 11% ávöxtun í fyrra, um hversu stóran hluta af kökunni eignastýringin tók til sín. Hann gæti verið 1% eða 5%.“
„Til að bæta gráu ofan á svart voru svo fáir sem greiddu þá þóknun sem upp var gefin opinberlega. Flestir stærri viðskiptavinir fengu afslátt, svo fremi sem þeir segðu engum hvað þeir væru að borga í raun og veru. Þannig viðhélt kerfið sjálfu sér: flestir voru að borga of mikið, en enginn vissi af því af því að flestir töldu sig vera að borga minna en hinir, svo fremi sem þeir þegðu um það.“
Komu til landsins í síðustu viku
Lausnin sem Chris og samstarfsmenn hans í starfshópnum þróuðu og eftirlitið innleiddi er staðlaður mælikvarði fyrir bæði kostnað og frammistöðu, sitt í hvoru lagi. Kvarðinn, sem ber heitið CTI (Cost transparency initiative), byggir á aragrúa upplýsinga um starfsemi sjóðanna.
Þótt vinna starfshópsins hafi aðeins náð til bresks fjármálamarkaðar eru þar fjölmargir þátttakendur frá öðrum löndum, enda London ein helsta fjármálamiðstöð heimsins. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru þar á meðal og gætu því sparað talsverðar fjárhæðir að sögn Chris.
Hann og félagar hjá ClearGlass komu til landsins í síðustu viku og ræddu við forsvarsmenn nokkurra lífeyrissjóða auk Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Þórey Þórðardóttur framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .