Gúmmísteypa Þ. Lárusson er rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Nýverið tók Berglind Steinunnardóttir við föður sínum, Þorsteini Lárussyni, sem framkvæmdastjóri Gúmmísteypunnar.
Það varð talsverð breyting hjá á fyrirtækinu í Grafarvogi þegar það keypti nýlega Reimaþjónustuna en það fyrirtæki var sérhæft í reimum og færiböndum. Með kaupum Gúmmísteypunnar á Reimaþjónustunni eru tengslin við sjávarútveginn stykt enn frekar.
Gúmmísteypan er eitt þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningingunni verður haldin dagana 13. -15. september 2017 í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi.