Fyrirtækið Strætisvagnar Reykjavíkur hf. var stofnað árið 1931 í þeim tilgangi að „starfrækja reglubundnar ferðir fyrir almenning um borgina og nágrennið,“ eins og segir í frétt Fálkans af stofnuninni.

Stjórnarformaður var Ólafur Þorgrímsson en Pétur Þorgrímsson var framkvæmdastjóri. Fyrirtækið var rekið sem hlutafélag fyrstu árin, en árið 1944 keyptu bæjaryfirvöld í Reykjavík reksturinn og hafa séð um almenningssamgöngur í borginni síðan þá. Myndin birtist í Fálkanum þann 14. nóvember 1931.