Ís­lenska málm­leitarfélagið Amaroq Minerals hefur gert nokkra lykil­samninga í tengslum við væntan­lega gull­fram­leiðslu í Nalunaq, sem áætlað er að hefjist á fjórða árs­fjórðungi 2024.

Meðal þeirra er sölu­samningur við Aura­met International, en í honum felst að Aura­met kaupir allt gull sem fram­leitt verður í Nalunaq-gullnámu félagsins á Suður-Græn­landi.

Í árs­hluta­upp­gjöri félagsins sem birtist í gær kom fram að allri jarðvinnu og mann­virkja­gerð á byggingar­stað verk­smiðjunnar í Nalunaq væri lokið.

Eldur Ólafs­son, for­stjóri og stofnandi Amaroq, sagði jafn­framt að gull­fram­leiðslan muni byrja að skila félaginu tekju­flæði á fjórða árs­fjórðungi sam­hliða því að unnið verði upp í fulla fram­leiðslu.

Í kaup­hallar­til­kynningu félagsins segir að auk þess muni Aur­met bjóða upp á ýmsa fjár­mögnunar­mögu­leika sem munu auka fjár­hags­legan sveigjan­leika félagsins.

„Við erum afar ánægð með að ganga frá þessum mikilvægu samningum við stönduga og reynslu­mikla sam­starfsaðila, sem munu veita okkur þann stuðning og sér­fræðiþekkingu til að tryggja farsæla vinnslu og sölu gullsins frá Nalunaq á sam­keppnis­hæfum kjörum. Það er einnig gleði­legt að segja frá því að við munum verða í sam­starfi við breska vinnslu­stöð um að bjóða Græn­lendingum upp á að kaupa gull beint frá Nalunaq. Við hlökkum til árangurs­ríks sam­starfs við þessa aðila til framtíðar,“ segir Ellert Arnar­son, fjár­mála­stjóri Amaroq.

Amaroq hefur einnig samið við Meta­l­or Technologies SA, sem sér­hæfir sig í mati og vinnslu góðmálma í vinnslu­stöð sinni sem stað­sett er í Zurich, Sviss.

Meta­l­or mun full­vinna þær gull­stangir sem fram­leiddar verða í Nalunaq.