Gasverð í Evrópu náði sínu hæsta stigi frá því í byrjun mars í morgun eftir að rússneska ríkisolíufyrirtækið Gazprom tilkynnti um að gasflæði í Nord Stream 1 leiðslunni verði skert um helming frá og með morgundeginum.
Verð á framvirkum samningum sem eru tengdir við TTF, vísitölu yfir heildsöluverð á jarðgasi í Evrópu, hækkaði um 6% í gær og fór upp í 188 evrur á megavattstund. Verðið er meira en fimmfalt hærra en á sama tíma í fyrra.
Verð á jarðgasi í Evrópu var síðast hærra í byrjun mars, stuttlega eftir innrás Rússa í Úkraínu, þegar það fór upp í 200 evrur á megavattstund. Gasverð lækkaði nokkuð næstu vikurnar en hefur aftur tvöfaldast frá síðasta mánuði.
Sjá einnig: Rússar skerða gasflæði um helming
Á miðvikudaginn fer daglegt gasflæði í Nord Stream 1 niður í 33 milljónir rúmmetra en til samanburðar er flutningageta gasleiðslunnar yfir 160 miljónir rúmmetrar.
„Allir á markaðnum áttu von á að rússneskt framboð myndi minnka,“ hefur Financial Times eftir sérfræðingi hjá ráðgjafarfyrirtækinu S&P Global Commodity Insights. „En markaðurinn gerði ekki ráð fyrir að flæðið myndi falla svona hratt.“
European gas prices jump as well as German power prices as #Russia is once again sharply reducing the flow of piped gas to Germany, reminding Europe of the daunting challenge the continent faces to build up its energy stockpiles before winter. https://t.co/9hECO9dJq2 pic.twitter.com/qnz0DCFPP3
— Holger Zschaepitz (@Schuldensuehner) July 25, 2022