Hluta­bréf Amaroq Minerals hækkuðu um 108% í kana­dísku kaup­höllinni í gær, mánu­dag, þegar gengi bréfanna rauk upp úr 1,47 kana­dískum dollara í 2,99 dali áður en það lokaði í 2,90 dollurum.

Þetta er mesta dags­breyting í gengi félagsins frá skráningu en gengis­hækkunin rakin til nýrrar tækniskýrslu um stöðu verk­efna félagsins á Suður-Græn­landi.

Velta með bréf félagsins í gær var tæp­lega tvöföld meðaltals­veltu síðustu 65 daga.

Heildar­velta með bréf Amaroq nam 128.520 hlutum, borið saman við meðal­tal upp á 65.600 hluti, sem jafn­gildir 196% aukningu frá meðaltali.

Í kjölfar hækkunarinnar óskaði CIRO, verðbréfa­eftir­litið í Kanada, eftir upp­lýsingum frá félaginu. Í svari sínu tók Amaroq sér­stak­lega fram að stjórn­endur væru „ekki meðvitaðir um neinar efnis­legar breytingar í starf­semi félagsins sem rétt­læta ný­legt áhlaup.“

Hlutabréfaverð Amaroq hækkaði um 10% strax við opnun markaða hérlendis í 12 milljón króna viðskiptum. Gengi félagsins stendur í 151 krónu þegar þetta er skrifað.