Hlutabréf Amaroq Minerals hækkuðu um 108% í kanadísku kauphöllinni í gær, mánudag, þegar gengi bréfanna rauk upp úr 1,47 kanadískum dollara í 2,99 dali áður en það lokaði í 2,90 dollurum.
Þetta er mesta dagsbreyting í gengi félagsins frá skráningu en gengishækkunin rakin til nýrrar tækniskýrslu um stöðu verkefna félagsins á Suður-Grænlandi.
Velta með bréf félagsins í gær var tæplega tvöföld meðaltalsveltu síðustu 65 daga.
Heildarvelta með bréf Amaroq nam 128.520 hlutum, borið saman við meðaltal upp á 65.600 hluti, sem jafngildir 196% aukningu frá meðaltali.
Í kjölfar hækkunarinnar óskaði CIRO, verðbréfaeftirlitið í Kanada, eftir upplýsingum frá félaginu. Í svari sínu tók Amaroq sérstaklega fram að stjórnendur væru „ekki meðvitaðir um neinar efnislegar breytingar í starfsemi félagsins sem réttlæta nýlegt áhlaup.“
Hlutabréfaverð Amaroq hækkaði um 10% strax við opnun markaða hérlendis í 12 milljón króna viðskiptum. Gengi félagsins stendur í 151 krónu þegar þetta er skrifað.