Hluta­bréfa­verð málm­leitar­fé­lagsins Amaroq minerals hefur lækkað um 12% á síðustu tveimur vikum eða alveg frá því að fé­lagið hélt fjár­festa­dag í Lands­bankanum um miðjan júní.

Gengi fé­lagsins leiddi hækkanir á aðal­markaði í fyrra og náði há­marki í 150,5 krónum á hlut í byrjun mars. Gengi fé­lagsins hefur lækkað um rúm 26% síðan þá og 12% frá fjár­festa­deginum í júní.

Lítil velta hefur verið með bréf fé­lagsins og hafa gengis­lækkanir innan hvers dags verið litlar síðustu vikur.

Hluta­bréfa­verð málm­leitar­fé­lagsins Amaroq minerals hefur lækkað um 12% á síðustu tveimur vikum eða alveg frá því að fé­lagið hélt fjár­festa­dag í Lands­bankanum um miðjan júní.

Gengi fé­lagsins leiddi hækkanir á aðal­markaði í fyrra og náði há­marki í 150,5 krónum á hlut í byrjun mars. Gengi fé­lagsins hefur lækkað um rúm 26% síðan þá og 12% frá fjár­festa­deginum í júní.

Lítil velta hefur verið með bréf fé­lagsins og hafa gengis­lækkanir innan hvers dags verið litlar síðustu vikur.

Á sama tíma hefur hluta­bréfa­verð Hamp­iðjunnar verið að lækka hægt og ró­lega dag frá degi og hefur gengið fallið um rúm 24% frá há­tindi sínum í lok febrúar.

Líkt og Amaroq fór Hamp­iðjan á aðal­markað í fyrra en út­boðs­gengi fé­lagsins í hluta­fjár­aukningu sam­hliða skráningu var 130 krónur í á­skriftar­bók B og 120 krónur í á­skriftar­bók A.

Dagsloka­gengi Hamp­iðjunnar var 119,5 krónur í Kaup­höllinni í dag og hefur gengið lækkað um 15% á árinu.

Ekkert fé­lag á aðal­markaði hækkaði meira en 1% í við­skiptum dagsins en gengi Icelandair leiddi hækkanir í 34 milljón króna við­skiptum er gengi flug­fé­lagsins fór upp um 0,8%.

Úrvalsvísitalan OMXI5 hækkaði um 0,04% og heildarvelta á markaði var ekki nema 756 milljónir króna