Hlutabréfaverð Festi, móðurfélags N1, Krónunnar, Elko og Lyfju, hækkaði um 2,1% í 230 milljóna króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Gengi hlutabréfa Festi stendur nú í 286 krónum á hlut, meira en 40% hærra en í upphafi árs og hefur aldrei verið hærra.
Hlutabréfaverð Festi hefur hækkað um tæplega 40% á síðustu tveimur mánuðum. Gengi hlutabréfanna hækkaði umtalsvert í kjölfar birtingu uppgjörs þriðja ársfjórðungs en félagið greindi þá frá því að það hefði hækkað afkomuspá ársins um 400 milljónir.
Auk Festi, þá hækkuðu hlutabréf Ölgerðarinnar, Síldarvinnslunnar og Sýnar um meira en eitt prósent.
Þrjú félög lækkuðu um meira en eitt prósent í dag. Hlutabréfaverð Alvotech féllu um 3,3% í meira en 250 milljóna króna veltu.
Gengi Alvotech stendur nú í 1.610 krónum á hlut og er um 4% lægra en þegar félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða á miðvikudaginn síðasta.
Þá lækkuðu hlutabréf Kviku banka og Marels um meira en eitt prósent. Hlutabréf beggja félaga hafa þó hækkað umtalsvert á síðustu vikum.