Samkvæmt Seðlabanka Íslands hefur gengi krónunnar verið fremur stöðugt framan af ári en tók að lækka í ágúst.
Gengið er nú 1,4% lægra gagnvart meðaltali gjaldmiðla helstu viðskiptalanda en í maí og 5,8% lægra en fyrir ári síðan.
„Greiðslukortaflæði tengt ferðaþjónustu og gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa minnkað frá sama tíma í fyrra. Þá hefur dregið úr gjaldeyrisflæði vegna nýfjárfestingar og framvirkrar sölu á gjaldeyri eftir aukningu framan af árinu. Velta á gjaldeyrismarkaði hefur að sama skapi minnkað sem gæti bent til þess að ágætt jafnvægi hafi verið á utanríkisviðskiptum og inn- og útflæði gjaldeyris að undanförnu“ segir í peningamálum Seðlabanka Íslands
Samkvæmt bankanum er gengisþróunin á þriðja ársfjórðungi í ágætu samræmi við það sem maíspá Seðlabankans gerði ráð fyrir.
Í grunnspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að gengi krónunnar verði fremur stöðugt á spátímanum