Sam­kvæmt Seðla­banka Ís­lands hefur gengi krónunnar verið fremur stöðugt framan af ári en tók að lækka í ágúst.

Gengið er nú 1,4% lægra gagn­vart meðal­tali gjald­miðla helstu við­skipta­landa en í maí og 5,8% lægra en fyrir ári síðan.

Sam­kvæmt Seðla­banka Ís­lands hefur gengi krónunnar verið fremur stöðugt framan af ári en tók að lækka í ágúst.

Gengið er nú 1,4% lægra gagn­vart meðal­tali gjald­miðla helstu við­skipta­landa en í maí og 5,8% lægra en fyrir ári síðan.

„Greiðslu­korta­flæði tengt ferða­þjónustu og gjald­eyris­kaup líf­eyris­sjóða hafa minnkað frá sama tíma í fyrra. Þá hefur dregið úr gjald­eyris­flæði vegna ný­fjár­festingar og fram­virkrar sölu á gjald­eyri eftir aukningu framan af árinu. Velta á gjald­eyris­markaði hefur að sama skapi minnkað sem gæti bent til þess að á­gætt jafn­vægi hafi verið á utan­ríkis­við­skiptum og inn- og út­flæði gjald­eyris að undan­förnu“ segir í peninga­málum Seðla­banka Ís­lands

Sam­kvæmt bankanum er gengis­þróunin á þriðja árs­fjórðungi í á­gætu sam­ræmi við það sem maí­spá Seðla­bankans gerði ráð fyrir.

Í grunn­spá Seðla­bankans er gert ráð fyrir að gengi krónunnar verði fremur stöðugt á spá­tímanum