Úrvalsvísitalan hækkaði um hálft prósent í 4,7 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphllarinnar í dag. Mesta veltan eða um einn milljarður var með hlutabréf Marels sem hækkuðu um 2,5%. Eftir 11,6% hækkun í vikunni stendur gegni Marels nú í 490 krónum.

Auk Marels hækkuðu hlutabréf fasteignafélaganna Regins og Reita auk Símans um meira en 1% í dag. Þá hækkaði gengi Íslandsbanka um 0,8% og stóð í 125 krónum við lokun Kauphallarinnar en bankinn birti uppgjör fyrir þriðja fjórðung eftir lokun markaða.

Gengi Festi lækkaði um 5%, mest allra félaga Kauphallarinnar, í meira en 600 milljóna króna viðskiptum og stendur nú í 187 krónum. Hagnaður félagsins dróst saman um þriðjung á milli ára og nam 1,6 milljörðum á þriðja fjórðungi en afkoma N1 versnaði um 356 milljónir frá fyrra ári. Vörusala á fjórðungnum var hins vegar sú mesta í sögu félagsins.

Hlutabréf Icelandair lækkaði einnig um 1,6% í hundrað milljóna viðskiptum. Gengi flugfélagsins stendur nú í 1,86 krónum.