Hluta­bréfa­verð Reita hækkaði um rúmt 1% í 477 milljón króna við­skiptum og var dagsloka­gengi fast­eignafélagsins 100 krónur.

Dagsloka­gengi Reita hefur ekki verið hærra síðan í apríl 2022 en félagið birtir árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í dag.

Gengi Reita hefur nú hækkað um 21% á árinu og 34% síðastliðið ár.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech leiddi lækkanir á aðal­markaði en gengi líftækni­lyfjafélagsins fór niður um tæp 2% í 859 milljón króna veltu.

Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1705 krónur en gengið fór hæst í 2450 krónur í febrúar á þessu ári.

Lang­mesta veltan var með hluta­bréf Marels er gengi félagsins hreyfðist ör­lítið upp á við í 2,3 milljarða króna við­skiptum.

Líkt og Við­skipta­blaðið hefur fjallað um eru er­lendir sjóðir að kaupa bréf Ís­lendinga í Marel sam­hliða því að þeir skort­selja bréf í JBT.

Dagsloka­gengi Marels var 600 krónur.

Úr­vals­vísi­talan lækkaði um 0,08% og var heildar­velta á markaði 6,6 milljarðar.