Hluta­bréfa­verð fast­eignafélagsins Reita hefur hækkað um 3% í um 400 milljón króna við­skiptum í morgun en félagið birti árs­hluta­upp­gjöreftir lokun markaða í gær.

Í upp­gjörinu kom fram að fast­eignafélagið hefði fjár­fest fyrir um 17 milljarða króna það sem af er ári.

Það er „vel um­fram“ mark­miði félagsins um fjár­festingar upp á 11 milljarða króna fyrir árið 2024.

Reitir tóku fram að mikill árangur hafi verið í arðsömum fast­eigna­kaupum sem endur­speglast í að félagið hafi fest kaup á nýjum fast­eignum fyrir um 9 milljarða króna á tíma­bilinu. Arð­semi fast­eigna­kaupanna er metin á a.m.k. 6,7%.

Hluta­bréfa­verð Reita stendur í 103 krónum um þessar mundir en hefur ekki verið hærra í rúm tvö ár. Gengi félagsins fór hæst í 109 krónur árið 2017.

Gengi félagsins hefur hækkað um 25% á árinu og um 39% síðastliðið ár.