Félagið BSH15 sem rekur unaðstækjaverslunina Blush og vefverslunina blush.is hagnaðist um 91,8 milljónir í fyrra samkvæmt ársreikningi.
Eigið fé félagsins var 198 milljónir og var samþykkt að greiða út arð að fjárhæð 45 milljónir króna vegna rekstrarhagnaðar fyrri ára en Gerður Huld Arinbjarnardóttir á ein allt hlutafé félagsins.
Samkvæmt ársreikningi félagsins námu rekstartekjur ríflega 632 milljónir króna sem er alfarið byggt á seldri vöru og þjónust. Tekjur félagsins jukust um 30 milljónir á milli ára.
EBITDA félagsins var 115 milljónir króna sem er aukning úr 59 milljónum árið 2021. Alls voru níu starfsmenn hjá félaginu á árinu og námu laun og launatengd gjöld 102 milljónum króna.
Óráðstafað eigið fé var sem fyrr segir um 200 milljónir en eigið fé og skuldir námu 272 milljónum króna. Þá á félagið skuldabréf fyrir 42 milljónir og verðbréf fyrir 30 milljónir.