Fé­lagið BSH15 sem rekur unaðstækja­verslunina Blush og vefverslunina blush.is hagnaðist um 91,8 milljónir í fyrra sam­kvæmt árs­reikningi.

Eigið fé fé­lagsins var 198 milljónir og var sam­þykkt að greiða út arð að fjár­hæð 45 milljónir króna vegna rekstrar­hagnaðar fyrri ára en Gerður Huld Arin­bjarnar­dóttir á ein allt hluta­fé fé­lagsins.

Sam­kvæmt árs­reikningi fé­lagsins námu rekstartekjur ríf­lega 632 milljónir króna sem er alfarið byggt á seldri vöru og þjónust. Tekjur félagsins jukust um 30 milljónir á milli ára.

EBITDA fé­lagsins var 115 milljónir króna sem er aukning úr 59 milljónum árið 2021. Alls voru níu starfs­menn hjá fé­laginu á árinu og námu laun og launa­tengd gjöld 102 milljónum króna.

Ó­ráð­stafað eigið fé var sem fyrr segir um 200 milljónir en eigið fé og skuldir námu 272 milljónum króna. Þá á fé­lagið skulda­bréf fyrir 42 milljónir og verð­bréf fyrir 30 milljónir.