Nokkrir af frægustu einstaklingum innan viðskiptaelítunnar á Ítalíu hafa orðið fyrir barðinu á svindlurum sem notuðu gervigreind til að líkja eftir rödd ítalska varnarmálaráðherrans, Guido Crosett.

Fréttamiðillinn FT greinir frá því hvernig svindlið fór fram en hringt var í auðjöfrana og röddin hinum megin við símann, sem hljómaði eins og varnarmálaráðherrann, bað þá um aðstoð við að greiða lausnargjald til að frelsa ítalska blaðamenn úr haldi mannræningja erlendis.

Svindlararnir höfðu meðal annars samband við formann Pirelli, Marco Tronchetti Provera, fatahönnuðinn Giorgio Armani, formann Prada, Patrizio Bertelli, eiganda Tod, Diego Della Valle, fyrrum eiganda Inter Milan, Massimo Morattie og Berettta og Menari-fjölskyldurnar.

Marga grunaði strax að eitthvað skrýtið væri á seyði en að minnsta kosti einn er sagður hafa millifært um eina milljón evra yfir á erlenda bankareikning eftir að hafa verið ranglega sannfærður um að hann myndi fá endurgreitt frá Bank og Italy.

Svindlin gerast nú stuttu eftir að ríkisstjórn Giorgiu Meloni greiddi lausnargjald til bjarga ítölskum blaðamönnum sem rændir voru í Miðausturlöndum.