Geymslu­hólf sem voru í úti­búi Lands­bankans í Grinda­vík voru seinni­partinn í gær, flutt í úti­bú Lands­bankans í Mjódd. Þetta kemur fram í til­kynningu frá bankanum.

Í úti­búinu í Grinda­vík voru um 150 geymslu­hólf. Þau verða að­gengi­leg fyrir við­skipta­vini frá og með morgun­deginum, föstu­degi 17. nóvember að sögn bankans.

Úti­bú Lands­bankans er innan skil­greinds hættu­svæðis í Grinda­vík. Bankinn gerði ráð fyrir því að flytja geymslu­hólfin úr úti­búinu á þriðju­daginn en það tókst ekki vegna breytinga á hættu­mati.

Að sögn bankans gekk hratt og örugg­lega að fjar­lægja geymslu­hólfin og flytja þau til Reykja­víkur seint í gær.

„Rétt er að taka fram að hólfin eru ó­skemmd og í engu til­felli þurfti að opna þau vegna flutninganna.“