Tröllahótel ehf. hefur fest kaup á gistihúsum á Hrífunesi milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Seljendur gistihúsanna eru annars vegar Borgar ehf., sem rekur Glacial View Guesthouse, og Look North ehf., sem rekur Hrífunes Guesthouse.

Samkvæmt kaupsamningi er kaupverðið fyrir Glacial View Guesthouse 190 millj.kr. og er heildarstærð bygginga rúmir 376 fermetra. Um er að ræða atvinnuhúsnæði, geymslu og 243 fermetra gistihús en með kaupunum fylgir allt innbú fyrir utan persónulega muni.

Tröllahótel ehf. hefur fest kaup á gistihúsum á Hrífunesi milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Seljendur gistihúsanna eru annars vegar Borgar ehf., sem rekur Glacial View Guesthouse, og Look North ehf., sem rekur Hrífunes Guesthouse.

Samkvæmt kaupsamningi er kaupverðið fyrir Glacial View Guesthouse 190 millj.kr. og er heildarstærð bygginga rúmir 376 fermetra. Um er að ræða atvinnuhúsnæði, geymslu og 243 fermetra gistihús en með kaupunum fylgir allt innbú fyrir utan persónulega muni.

Kaupverðið fyrir Hrífunes Guesthouse er 332,5 millj.kr. og er heildarstærð bygginga tæplega 644 fermetrar. Þar af er atvinnuhúsnæði og þrjú gistihús, það stærsta 349 fermetrar, auk þess sem kaupunum fylgir landspilda á lóðinni.

Fjallað er nánar um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast veffréttaútgáfu kl. 19.30 í kvöld með því að smella á Blöðin efst á forsíðu vb.is.