Fjölskylda bandarísks manns sem drukknaði í september 2022 hefur höfðað mál gegn Google fyrir að hafa ekki uppfært Google Maps.
Philip Paxson lést eftir að hafa ekið fram af brú í bænum Hickory í Norður-Karólínu en brúin eyðilagðist fyrir 10 árum síðan.
Talsmaður Google segir að fyrirtækið sé að fara yfir málið sem var þingfest fyrir borgarlegum dómstóli í Wake-sýslu í Norður-Karólínu í vikunni.
Paxson, sem var tveggja barna faðir, var að keyra heim úr níu ára afmælisveislu dóttur sinnar sem var haldin í húsi vinkonu hennar. Eiginkona hans hafði keyrt dætur hans heim en hann ákvað að vera eftir til að hjálpa til við að þrífa eftir veisluna.
„Hann var á ókunnugu svæði og reiddi á Google Maps til að hjálpa sér við að komast heim til eiginkonu sinnar og dætra,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar í málinu.
Paxson mun hafa keyrt í myrkri og mikilli rigningu meðan hann fylgdi úreltum leiðbeiningum Google að brú sem hafði fallið fyrir rúmum áratug síðan. Hann keyrði fram af brúnni og endaði ofan í Snow Creek ánni þar sem hann drukknaði.
Lögreglan í bænum hefur einnig höfðað mál gegn þremur fyrirtækjum og segir að þau hafi brugðist skyldu sinni við að viðhalda brúnni.
„Stelpurnar okkar spyrja hvernig og hvers vegna faðir þeirra dó og ég veit ekkert hvað ég á að segja. Sem fullorðin manneskja þá skil ég ekki hvernig þeir sem bera ábyrgð á bæði GPS-leiðbeiningum og þeir sem bera ábyrgð á brúnni gætu verið svona kærulausir,“ segir Alicia Paxson, fyrrum eiginkona Philip.