Veitingastaðaveldi Michelin-stjörnukokksins Gordon Ramsay tapaði 3,4 milljónum punda á síðasta rekstrarári samanborið við 1,1 milljónar punda tap árið áður.

Á sama tíma jók samstæðan veltuna um fimmtung á milli ára, sem nam 96 milljónum punda, eða sem nemur 17 milljörðum króna. Innan samstæðunnar starfa 34 veitingastaðir í Bretlandi og 22 staðir í öðrum löndum.

Veitingastaðaveldi Michelin-stjörnukokksins Gordon Ramsay tapaði 3,4 milljónum punda á síðasta rekstrarári samanborið við 1,1 milljónar punda tap árið áður.

Á sama tíma jók samstæðan veltuna um fimmtung á milli ára, sem nam 96 milljónum punda, eða sem nemur 17 milljörðum króna. Innan samstæðunnar starfa 34 veitingastaðir í Bretlandi og 22 staðir í öðrum löndum.

Ramsay hefur staðið að miklum fjárfestingum í nýjum veitingastöðum að undanförnu, en á síðasta rekstrarári voru 4,9 milljónir punda bókfærðar í einskiptiskostnað vegna opnunar nýrra staða.

Ramsay opnaði fimm nýja veitingastaði á árinu 2023 og stendur nú að opnun fimm nýrra veitingastaða í skýjakljúfinum við Bishopsgate í London á þessu ári. Í ársreikningi segir að áætlaðar tekjur verði umfram 100 milljónir punda á yfirstandandi rekstrarári.