Grunnskóli Fjallabyggðar fór með sigur af hólmi í Fjármálaleikunum í ár, landskeppni grunnskólanna í fjármálalæsi, sem fór fram í áttunda sinn 17. – 24. mars í tilefni af alþjóðlegri fjármálalæsisviku. Vel á annað þúsund nemendur í grunnskólum um land allt tóku þátt. Þetta var í annað skiptið sem krakkarnir í Fjallabyggð sigra keppnina en fast á eftir þeim fylgdu Vogaskóli, Hlíðaskóli og Austurbæjarskóli. Grunnskóli Fjallabyggðar mun senda tvo fulltrúa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni ungmenna í fjármálalæsi sem fram fer í Brussel í maí.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði