Guð­jón Auðuns­son hefur greint stjórn Reita frá því að hann muni láta af störfum sem for­stjóri fé­lagsins í fram­haldi af aðal­fundi þess þann 6. mars næst­komandi.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Reitum. Samkvæmt tilkynningunni verður starf forstjóra auglýst á næstunni.

„Ég hef starfað sem for­stjóri Reita frá ágúst 2010. Á mínum tíma hjá fé­laginu hefur það gengið í gegnum miklar og spennandi breytingar. Í dag standa Reitir traustum fótum, eigna­safn fé­lagsins saman­stendur af vönduðum eignum á góðum stað­setningum þar sem um­gjörð er sköpuð um fjöl­breytta at­vinnu­starf­semi. Þá býr fé­lagið að afar á­huga­verðum mögu­leikum varðandi fast­eigna­þróun. Það hafa verið for­réttindi að fá að leiða þetta fé­lag síðast­liðin 13 ár með hópi frá­bærra sam­starfs­manna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftir­láta öðrum að leiða þau spennandi verk­efni sem fram undan eru hjá Reitum. Ég óska starfs­mönnum, stjórn, við­skipta­vinum og öðrum hag­aðilum fé­lagsins alls hins besta í fram­tíðinni,“ segir Guð­jón í til­kynningunni.

„Fyrir hönd stjórnar Reita vil ég þakka Guð­jóni afar far­sæl störf í þágu fé­lagsins. Stjórn metur mikils fram­lag hans til upp­byggingar og mótunar á traustum grunni að starf­semi þess. Guð­jón hefur af festu og lipurð leitt mjög vel heppnaða stækkun á eigna­safni Reita og jafn­framt lagt mikið til undir­búnings að um­fangs­mikilli upp­byggingu þróunar­eigna fé­lagsins sem fram undan er,“ segir Þórarinn V. Þórarins­son, for­maður stjórnar Reita.