Attis, fjárfestingarfélag Guðmundar Arnar Þórðarsonar fjárfestis, hagnaðist um 477 milljónir króna á síðasta ári. Attis er meðal stærstu hluthafa Kviku banka með 1,4% hlut sem er um 1,3 milljarðar að markaðsvirði í dag.

Eignir Attis, sem var stofnað í fyrra, voru bókfærðar á 2,8 milljarða króna í árslok 2021. Þar af voru eignarhlutir í öðrum félögum metnir á 2,1 milljarð og verðbréf á 495 milljónir.

Lykiltölur Attis árið 2021 í milljónum króna

Vaxta- og fjármunatekjur 523
Eignir 2.781
Eigið fé 2.332
Afkoma 477