Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu HB Granda til kauphallarinnar.

Viðskiptablaðið greindi frá því í lok síðustu viku að tveir nýir stjórnarmenn yrðu kosnir í stjórn HB Granda í lok júlí mánaðar. Fyrir lá að kosinn yrði nýr stjórnarmaður í stað Rannveigar Rist og nú hefur það verið staðfest að Guðmundur víki einnig úr stjórn fyrirtækisins.