Hag­stofan birti í morgun veltu sam­kvæmt virðis­auka­skatt­skýrslum frá mars – apríl 2022 til sömu mánaða 2023. Þrátt fyrir að margar þjónustu­greinar s.s. ferða­þjónusta, eru að rétta úr kútnum sýna heildar­tölurnar að það sé byrjað að hægja veru­lega á hag­kerfinu.

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræðingur Arion Banka, segir tölurnar gefa vís­bendingu um hvað sé að gerast og að þær eru í sam­ræmi við minni einka­neyslu og sam­drátt í korta­veltu heimilanna.

„Það er ekki alveg sami sam­dráttur í smá­sölu þarna en það er greini­lega farið að hægja á,“ segir Kon­ráð. Hann bendir þó á að veltan sam­kvæmt virðis­auka­skatt­skýrslum blekki ör­lítið þar sem breytingar á ál­verði og annarri hrá­vöru vegi þungt.

Við síðustu vaxta­hækkun peninga­stefnu­nefndar Seðla­bankans taldi Gunnar Jakobs­son að á­hrif fyrri vaxta­hækkana væru ekki að fullu komin fram og greiddi hann því at­kvæði gegn 1,25% hækkun.
Spurður um hvort við séum að sjá þessi á­hrif koma fram núna, segir Kon­ráð svo vera en að þetta sé að gerast hraðar en flestir bjuggust við.

„Við [Arion banki] gerðum alltaf ráð fyrir því að það myndi hægja á en ekki svona mikið. Ég held að það verði á­gætis hag­vöxtur í ár en við erum svart­sýnni á næsta ár. Það gæti verið að gerast hraðar en við bjuggumst við.”

„En það er alveg rétt á á­hrif vaxta­hækkana áttu eftir að koma fram af meiri krafti. Við eigum samt mjög langt í land með að ná verð­bólgu­mark­miði og að ná verð­bólgu­væntingum niður,“ segir Kon­ráð sem bendir á að þetta sé eitt af skrefunum í því ferli.

Heimild: Hagstofa Íslands

„Það er auð­vitað ekki á­nægju­legt í sjálfu sér að það sé að hægja á um­svifum í hag­kerfinu en þetta er eitt af fyrstu skrefunum til að koma verð­bólgunni niður.“

Velta sam­kvæmt virðis­auka­skatt­skýrslum er ekki sama og hag­vöxtur þó það sé fylgni þar á milli og bendir Kon­ráð á að þó þetta séu vissu­lega bráða­birgðar­tölur sé „þetta á­gætis vís­bending um hvað er að gerast.“