L2A ehf., félag utan um rekstur skemmtistaðarins Auto, hagnaðist um 26,5 milljónir króna og velti 232 milljónum króna á árinu 2022, en um var að ræða fyrsta heila starfsár staðarins.

Skemmtistaðurinn, sem er í kjallara Hard Rock við Lækjargötu, var einungis í rekstri í fimm vikur á árinu 2021 vegna samkomutakmarkana og velti þá 40 milljónum.

Þeir Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson, stofnendur Auto, eiga sitthvorn 45% hlutinn í félaginu og Ólafur Alexander Ólafsson, rekstrarstjóri Auto, á 10%.

Þeir Sindri og Jón Davíð stofnuðu fataverslunina Húrra Reykjavík fyrir hartnær áratug síðan og hafa auk þess opnað veitingastaðina Flatey og Yuzu á undanförnum árum.

L2A ehf.

2022 2021
Rekstrartekjur 232 42
Eignir 53 46
Eigið fé 27 0
Hagnaður 27 0
Lykiltölur í milljónum króna.