Hagnaður DHL Express Iceland ehf. fyrir árið 2022 eftir reiknaða skatta var 200.823 milljónir króna. Þetta kemur fram á rekstrarreikningi félagsins og nam hrein eign félagsins í árslok einnig 855.212 milljónum króna.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins var þá 240.895 milljónir króna samanborið við 165.106 milljónir árið 2021. Stjórn félagsins gerir tillögu um að enginn arður verði greiddur til hluthafa á árinu 2023.

Tekjur héldu þá áfram að aukast með 15% aukningu á milli ára, eða í 3.452.824 krónur. Fjöldi starfsmanna hefur einnig stækkað úr 103 í 122 og segist fyrirtækið halda áfram að fjárfesta í bílaflota, verkfærum og tækjum.

„Fyrirtækið heldur áfram að kanna og leggja áherslu á fleiri staði, innan höfuðborgarsvæðisins sem og á landsbyggðinni, svo sem Akureyri. Þetta er gert með þjónustustöðvum og/eða starfsmönnum á svæðinu. Fyrirtækið stefnir enn fremur á að fjárfesta í nýju flugvallarhliði ásamt því að bæta núverandi þjónustustöð í Miðhrauni,“ segir jafnframt í uppgjöri.